Vífilsfellið er 655 m hátt og býður upp á klassíska fjallgöngu. Hefðbundin leið er liggur upp að norðaustan og er gengið frá námunum. Eftir stutta göngu að fjallinu tekur við brekka upp á sléttan stallinn. Því næst tekur við fjölbreytileg ganga að klettóttum toppnum. Frá toppinum fæst skemmtilegt útsýni að höfuðborginni í næsta nágrenni fjallsins. Vegalengd 5,5 km og göngutími 2,5-3 klst.