Húsfell - leiðarlýsing

Ekið í gegnum Hafnarfjörð og í átt að Kaldárseli. Gangan hefst skömmu áður en að Kaldárseli er komið. Húsfell er ofan Hafnarfjarðar, norðaustan við Helgafell. Leiðin liggur eftir alldjúpu misgengissvæði sem haft er á hægri hönd uns komið er að hlaðinni steinbrú. Staldrað við í Valabóli sem er aðsetur Farfugla. Gengið suðvestan megin á fjallið. Á leið til baka verður gengið um skarðið milli Valahnúka og Helgafells að Kaldárseli. Vegalengd 9 km. Hækkun 200 m.