Gálgahraun og Gálgaklettar

Í Garðabæ er skemmtileg gönguleið um Gálgahraun sem kallast Fógetastígur. Lagt er af stað frá bílastæðinu við hringtorgið þar sem Vífilstaðavegur og Hraunholtsbraut mætast. Gangan liggur í hring og er fyrst gengið með ströndinni og að Gálgaklettum. Þegar komið er að Lambhúsatjörn sveigir stígurinn til suðurs og síðan er gengið í átt að upphafsstað. Vegalengd um 5 km.