Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul - Eystri hópur

Dags:

fim. 23. apr. 2026 - sun. 26. apr. 2026

Brottför:

Kl. 08:30 frá  Smyrlabjörgum

  • Skáli

Vorferð jeppadeildar á Vatnajökul - eystri hópur

Í hinni stórskemmtilegu vorferð Útivistar verður boðið upp á tvo hópa, annar sem fer austurleiðina um Skálafellsjökul og hinn sem fer um Grímsfjall. Í Sigurðarskála gista hóparnir saman og halda grillveislu að hætti Útivistar á föstudagskvöldið.

Eystri hópurinn leggur af stað að morgni fimmtudags frá Smyrlabjörgum en gisting nóttina áður er á ábyrgð hvers og eins. Ekið verður á Goðabungu og í Snæfellsskála, þar sem verður gist. Á föstudeginum verður dagurinn tekin snemma og ekið í Kverkfjöll þar sem farið verður í bað í Hveragili og Sigurðarskála þar sem hópurinn sameinast hinum hópnum. Á laugardeginum verður svo haldið áfram á Grímsfjall og freistað þess að fara í gufubað. Á sunnudeginum verður ekið til byggða um Jökulheima.
Fararstjóri: Þórarinn Eyfjörð

Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Bílnúmer
Gerð bíls
Litur bíls
Dekkjastærð
Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Að viðkomandi sé farþegi
Bílnúmer

Verð 60.000 kr.
Félagsverð 49.000 kr.

Nr.

2604J02A
  • Miðhálendi