Kynslóðagöngur 2026

28. nóvember 2025

Um Kynslóðagöngur Útivistar – Ókeypis dagsferðir í samstarfi við HÍN
Í rúmlega 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Og nú efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Lögð er sérstök áhersla á að þeir sem eldri eru taki með sér yngri kynslóðir og eigi skemmtilega og fræðandi stund saman. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að ferðirnar er ókeypis og við hvetjum alla til að mæta.

Ferðirnar eru:

26. apríl: Bessastaðahringur - Kynslóðaganga
10. maí: Vaknandi gróður og líf í Heiðmörk - Kynslóðaganga
23. ágúst: Sveppir í Heiðmörk - Kynslóðaganga
6. september: Ævintýri í Búrfellsgjá - Kynslóðaganga