Jarðfræðiferð um Reykjanes

Dags:

lau. 15. maí 2021

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Ísland stækkar að meðaltali um 2 cm á ári vegna gliðnunar. Reykjanesskagi er hluti af Atlantshafshryggnum en þar er líka styst niður á kviku. Í þessari ferð um Reykjanesskagann er sjónum beint að eldvirkni og háhitasvæðum. Austurengjahver sem er einn stærsti leirhver landsins verður skoðaður, kíkt á Eldborg undir Geitahlíð og síðan liggur leiðin út á Reykjanes. Þar ber margt fyrir augu m.a. Brimketill, Háleyjarbunga og Gunnuhver.

Verð til félagsmanna kr. 7.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri er Grétar W. Guðbergsson

Hvaðan er farið?

Verð 6.300 kr.

Nr.

2105D02