Eyfirðingaleið norðan jökla

Dags:

fös. 16. jan. 2026 - sun. 18. jan. 2026

Tími:

Brottför: kl. 17:00 frá Olís við Rauðavatn.

  • Skáli

Eyfirðingaleið norðan jökla

Fyrir jeppaáhugamenn er leiðin frá Kjalvegi yfir á Sprengisand einkar spennandi, með fjölmörgum áskorunum og leiðum. Farið verður inn að Hveravöllum á föstudagskvöldið og gist og laugað fyrir ævintýri helgarinnar. Á laugardeginum verður dagurinn tekinn snemma og farið inn á Eyfirðingaleiðina yfir Blöndu og svo sem leið liggur norðan Hofsjökuls yfir Ströngukvísl við Sátu og áfram austur yfir Vestari og Austari jökulföllin. Komið verður við í Ingólfsskála, farið hjá Illviðrahnjúkum og staldrað við í Miðjunni áður en komið verður í Laugafell þar sem gist verður í skála Ferðafélags Eyfirðinga. Á sunnudeginum verður farið suður með Hofsjökli að Þjórsárjökli og niður á Kvíslarveituveg og niður í Hrauneyjar.
Fararstjóri: Gylfi Jónu Arnbjarnarson

Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Bílnúmer
Gerð bíls
Litur bíls
Dekkjastærð
Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með.

Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Að viðkomandi sé farþegi
Bílnúmer

Verð 49.000 kr.
Félagsverð 38.000 kr.

Nr.

2601J02
  • Miðhálendi