Helgarferð Útivistarlífsins 2020

Dags:

fös. 4. sep. 2020 - sun. 6. sep. 2020

Brottför:

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

 

Í Eldgjá.JPG

Eitt pláss laust!

 

Helgarferð Útivistarlífsins

Fyrstu helgina í september 2020, 4.-6. september, verður helgarferð Útivistarlífsins haldin hátíðleg.  Ekið er inn á Skaftárafrétt að Hólaskjóli þar sem hópurinn kemur sér fyrir í skála.  Kvöldsamvera er á föstudagskvöldi.  

Á laugardegi er boðið upp á hafragraut og lýsi áður en rúta ekur hópnum eftir barmi Eldgjár, stoppað er ofan við Ófærufoss áður en haldið er að Gjátindi.  Gengið er á Gjátind og ofan í Eldgjá, eftir henni að Fjallabaksleið nyrðri þar sem rúta sækir hópinn.  Kveikt verður upp í grillum til afnota fyrir þátttakendur klukkan 18:00 og kvöldvaka hefst með pompi og prakt klukkan 20:30.

Á sunnudegi er boðið upp á hafragraut og lýsi, gengið er frá skála og þátttakendur gera sig klára fyrir styttri göngu.  Lagt er af stað heim á leið um klukkan 15.

Innifalið er gisting í skála, fararstjórn, hálendisakstur og morgunverður.

Athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður við 19 - eitt pláss laust.  Ferðin er einungis fyrir þátttakendur í Útivistarlífinu og gesti þeirra.

Steinbogi á Nyrðri Ófæru.JPG

Verð 19.900 kr.
Verð 19.900 kr.

Nr.

2004UVL
  • Suðurland