Fjallabak syðra, Hungurfit – Strútur

Dags:

fös. 19. sep. 2025 - sun. 21. sep. 2025

Tími:

Brottför kl. 18:00 frá Olís við Hellu.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa, þar sem farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell meðfram Eystri Rangá upp í Hungurfit þar sem gist verður. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markárfljótinu. Komið verður við í Álftavatni og Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldsklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl og yfir Hólmsá og gengið að Rauðabotn áður en haldið er til byggða.

Horft verður til aðstæðna að Fjallabaki og fararstjóri breytir leið ef þörf er á. 

Verð 31.000 kr.
Félagsverð 29.000 kr.

Nr.

2509J01