Aðventuferð í Bása

Dags:

fös. 22. nóv. 2024 - sun. 24. nóv. 2024

Brottför:

frá Mjódd kl. 18:00

  • Skáli

Aðventuferðirnar í Bása eru alltaf frábær skemmtun bæði fyrir börn og fullorðna. Vetrarríkið skartar sínu fegursta og einhverjum sögum fer af því að jólasveinum bregði fyrir í fjöllunum og jafnvel fleiri meðlimum þeirrar fjölskyldu. Þegar skyggja tekur verður sest að jólahlaðborði og blásið til kvöldvöku.

Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.

Fararstjórar eru Guðrún Hreins og Marrit

Verð 42.000 kr.

Nr.

2411H01