Dags:
lau. 30. nóv. 2024
Brottför:
Brottför frá Mjódd kl 9:00
Lagt af stað frá Mjódd kl. 9 og ekið að Gjábakka á Þingvöllum. Gengið er eftir gamalli þjóðleið frá Gjábakka yfir Þingvallaveg og yfir stórbrotna Hrafnagjá að Vellankötlu í Þingvallavatni. Frá vatninu er gengið að Skógarkoti eftir góðum stíg og þaðan eftir Skógarkotsstíg að Stekkjargjá og Öxarárfossi. Endað er á því að fara eftir Langastíg upp á brún Almannagjár þar sem rútan bíður. Göngulengd 16 – 17 km