Þingvellir, Skógarkot og Hrauntún - Fellur niður

Dags:

lau. 2. mar. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl. 10:00

Þessi viðburður er liðinn.

Við göngum um hraunin á Þingvöllum og kynnumst náttúru og gönguleiðum svæðisins. 

Gangan hefst á Hakinu og þaðan er gengið um Þinghelgina, eftir Almannagjá og niður á velina. Í leiðinni er kíkt á Öxarárfoss áður en farið er inn á Skógarkotsveg. Gengið er að Skógarkoti um breiðan og góðan Skógarkotsveginn og eftir pásu þar er farið að Hrauntúni. Á báðum þessum stöðum eru tóftir og gamlir garðar frá búsetu á svæðinu. Frá Hrauntúni liggur leiðin um Leirastíg að Þjónustumiðstöðinni þar sem rútan bíður. Vegalengd 11-12 km.

Fararstjóri Hrönn Baldursdóttir

Verð 8.800 kr.

Nr.

2403D01