Gönguskór

Félagsmönnum Útivistar gefst áfram tækifæri til að kaupa gönguskó á góðu verði. Skórnir eru seldir á skrifstofu Útivistar. Opið frá 12:00-17:00 virka daga.

Ítalska skófyrirtækið LOMER framleiðir hágæða gönguskó af mörgum gerðum sem henta til allra tegunda gönguferða allt frá spássitúrum kringum Tjörnina upp í fjallgöngur á heimsins hæstu tinda. Skórnir eru misháir og misstífir eftir því til hvaða nota þeir eru ætlaðir.

Reynsla af fjallgönguskóm frá Lomer er góð meðal göngufólks og björgunarsveitarmanna og því er hægt að mæla með þeim. 

 Skor-Sella-4.jpg               CHAMONIX.jpg                PELMO.jpg        

             Sella                                       Chamonix                       Pelmo