Eydís Líndal Finnbogadóttir

eydis_lindal.jpg

Eydís hefur verið spriklandi á fjöllum frá unga aldri. Hún á að baki skátastarf og hjálparsveitarbakgrunn auk þess að hafa ferðast mikið með fjölskyldu og vinum. Þetta hefur einnig kallað fram þá þörf hennar syngja og leika sér við öll tækifæri enda bæði í kór og kvennapönkhljómsveit.

Eydís situr í langferðanefnd Útivistar, er menntaður gönguleiðsögumaður frá MK og hefur ótakmarkaðan áhuga á kortum og að rýna í landslagið. Þetta hefur nýst vel í hinu lífinu hennar sem jarðfræðingur og settur forstjóri Landmælinga Íslands.

Í bakpokanum hjá Eydísi er alltaf gamalt stál plástrabox fullt af dóti og reyktur silungur í nestisboxinu af því að hann gerir einfaldlega allt betra!

Mottó Eydísar er: Lífið er leikur