Fjallabak syðra, Hungurfit – Strútur

Dags:

fös. 18. sep. 2026 - sun. 20. sep. 2026

Brottför:

kl. 18:00 frá Olís við Hellu.

  • Skáli

Fjallabak syðra, Hungurfit – Strútur

Þessi ferð er fyrir óbreytta eða lítið breytta jeppa, þar sem farið er inn á Fjallabak um Keldur og inn fyrir Hafrafell með fram Eystri Rangá upp í Hungurfit þar sem gist verður. Á laugardeginum er ferðinni heitið um Syðra Fjallabak, eftir stutt stopp við nafnlausa fossinn í Markárfljótinu. Komið verður við í Álftavatni og Hvanngili og kíkt á gljúfrin þar sem Kaldsklofskvísl fellur í Markárfljótið á leið okkar í Strút, þar sem gist verður í skála Útivistar á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verður ekið austur fyrir Mælifellshnjúk og farið yfir Brennivínskvísl og yfir Hólmsá og gengið að Rauðabotn áður en haldið er til byggða.
Fararstjóri: Skúli Skúlason

Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Bílnúmer
Gerð bíls
Litur bíls
Dekkjastærð
Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Að viðkomandi sé farþegi
Bílnúmer

Verð 40.000 kr.
Félagsverð 29.000 kr.

Nr.

2609J01
  • Suðurland