Dags:
fös. 2. okt. 2026 - sun. 4. okt. 2026
Brottför:
Kl. 18:00 frá Hrauneyjum.
Vonarskarð og Bárðargata
Hér er um einhverja skemmtilegustu jeppaleið sem til er að ræða, en ávallt er einhver dulúð yfir Vonarskarðinu. Glíman við brattar brekkur og straumharðar ár gleymist fljótt þegar hið stórkostlega útsýni af hæstu hæðum leiðarinnar blasir við. Eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti að opna Vonarskarð í tilraunaskyni verður farið um þetta svæði með tvennum hætti.
Farið verður um Kvíslarveiturnar yfir Sprengisand og norður fyrir Tungnafellsjökul á föstudagskvöldið og gist í Gæsavatnaskála. Á laugardeginum verður ekið suður Vonarskarð og Bárðargötu að Jökulheimum þar sem gist verður í gamla skála Jöklarannsóknarfélagsins þar sem hópurinn sameinast Bárðargötuhópnum. Á sunnudeginum verður skoðað að aka með Langasjó eða um Breiðbak, með möguleika á viðkomu við Faxasund, Faxafit eða Skælinga á heimleið.
Fararstjóri: Sveinn Sigurður Kjartansson
Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Bílnúmer
Gerð bíls
Litur bíls
Dekkjastærð
Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með.
Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Að viðkomandi sé farþegi
Bílnúmer
Verð 49.000 kr.
Félagsverð 38.000 kr.