Hættur að láta eins og hálfviti

24. mars 2013

Hinn 85 ára gamli Jón Ármann Héðinsson lét sig ekki muna um það að ganga upp á fjallið Keili í dag. Jón er einn stofnenda ferðafélagsins Útivistar og hefur að eigin sögn stundað fjallgöngur í um 35 ár. Hann segir að nú sé kominn tími til að hætta að láta eins og hálfviti og gæta að sér. Því var þetta hans síðasta ferð.

Sjá nánar í frétt Morgunblaðsins.