Nýr staðarhaldari í Básum

28. mars 2021

Nýr staðarhaldari hefur verið ráðinn í Básum á Goðalandi. Grettir Grettisson tekur við af Rúnari Hjartar sem hefur gegnt starfinu undanfarin ár. Um leið og við bjóðum Gretti velkominn til starfa þökkum við Rúnari kærlega fyrir vel unnin störf. Miklar framkvæmdir hafa verið í Básum síðastliðið ár og er óhætt að segja að Rúnar hafi borið hitann og þungann af þeim framkvæmdum af miklum myndarbrag.

Rúnar Hjartar afhendir Gretti Grettissyni lyklavöldin í Básum.