Göngufrelsi

13. janúar 2012

Stefnir þú á að ganga mikið á árinu? Nú getur þú fengið passa sem gildir í allar almennar dagsferðir, fræðsluferðir og ljósmyndaferðir, alls 27 ferðir. 

Auk þess gildir passinn í eina helgarferð yfir Fimmvörðuháls og til viðbótar geturðu valið milli ferðar um Strútsstíg, Dalastíg og Sveinstind-Skælinga (sjá Lengri ferðir). Allt þetta fæst fyrir aðeins 100.000 kr. Hér er því verulega hagstætt tilboð til þeirra sem vilja ganga mikið á árinu 2012 án þess að þurfa að draga upp veskið í hvert sinn. 

Hægt er að fá greiðslunni dreift á árið með kreditkorti. Skoðaðu listann yfir dagsferðir, fræðsluferðir og ljósmyndaferðir og athugaðu hvort þetta er eitthvað sem hentar þér.