Vitaganga frá Strandakirkju að Knarrarósi - raðganga í 3 hlutum 1hl

Dags:

lau. 13. jan. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl. 10:00

Þessi viðburður er liðinn.

Skráningu hefur nú verið lokað í þessa ferð

Brottför kl. 10 frá MjóddVið göngum ströndina frá Strandakirkju í vestri og allt að Knarrarósi í þremur áföngum. Á leiðinni eru Þorlákshöfn og tvíburabæirnir Stokkseyri og Eyrarbakki og við göngum þar í gegn og lítum á mannlífið. Á leið okkar upplifum við fjölbreytt dýralíf og náttúru, með Ölfus og Flóann á aðra hlið með sínum landbúnaði og mannlífi en á hina hliðina ströndina og hafið sem hefur margan bátinn gleypt, enda var þarna mikið útræði á fyrri tíð. Við lítum eftir fjörulífinu, hugum að sögunni og svo auðvitað vitunum, og hver veit nema við fáum lykil og komumst inn í einn eða tvo slíka.

Dagleiðir geta verið frá 15-20 km en hver leggur er valinn út frá aðstæðum og veðri.

Fararstjóri er Guðrún Svava Viðarsdóttir

Brottför kl. 10 frá Mjódd

Verð 8.800 kr.

Nr.

2401D02