Geitafell og Búrfell - Fellur niður

Dags:

lau. 1. apr. 2023

Brottför:

kl. 09:00 frá Mjódd.

Þessi viðburður er liðinn.

Á leið um Þrengslin ber mikið á móbergsstapanum Geitafelli. Af Þrengslavegi verður gengið meðfram Sandfelli og upp á Geitafell. Bratt er upp fjallið en ótrúlega víðsýnt er af því yfir ströndina. Farið verður suður af fjallinu með viðkomu á Búrfelli á leið niður að Hlíðarenda í Ölfusi. Vegalengd 10 km. Göngutími 4-5 klst. Hækkun 300 m

Innifalið í verði fararstjórn og rúta.

Verð 8.600 kr.

Nr.

2304D01