Dags:
fös. 22. sep. 2023 - sun. 24. sep. 2023
Brottför:
kl. 18:00 frá Mjódd
Þessi viðburður er liðinn.

Í þessari ferð eru heimsóttir tveir einstakir staðir að Fjallabaki, hinn frægi Grænihryggur og einstakt náttúrufyrirbæri þar sem Rauðufossakvísl sprettur upp úr jörðinni.
Farið með rútu á föstudagskvöldi í Landmannalaugar. Snemma á laugardagsmorgni er gengið af stað yfir Skalla, niður í Jökulgil og á Grænahrygg.
Á bakaleið er gengið um Jökulgil. Vaða þarf Jökulgilskvíslina og má jafnvel gera ráð fyrir að þurfa að þvera hana oftar en einu sinni á bakaleið. Vegalengd þennan dag er áætluð 18-20 km.
Snemma á sunnudagsmorgni er aftur gengið af stað. Þá er gengið um Suðurnámur og hjá Stórhöfða að hinni einstöku uppsprettu Rauðufossakvíslar. Þaðan er gengið í átt að Landmannahelli og tekur rúta hópinn upp á Landmannaleið (Dómadalsleið) Vegalengd þennan dag er áætluð um 20 km.
Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir og skálagisting.
Fararstjóri er Steinar Sólveigarson