Langleiðin: Nýidalur - Skálpanes

Dags:

fim. 21. júl. 2022 - mið. 27. júl. 2022

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

  • Skáli / tjald

Langleiðin heldur áfram og í þessum fyrri áfanga þetta árið hefst gangan í Nýjadal þar sem henni lauk árið 2021. Farið með rútu úr Reykjavík snemma morguns og ekið sem leið liggur í Nýjadal þar sem gangan hefst. Haldið að Þjórsá og farið yfir hana við Sóleyjarhöfðavað. Þaðan er stefnan tekin suður fyrir Kerlingarfjöll. Gengið verður um Leppistungur og farið yfir Jökulfallið á vaði. Gangan endar við Skálpanes.

Dagur 1.       Nýidalur – Þjórsá   18-20 km 

Dagur 2.       Meðfram Þjórsá að Sóleyjarhöfði   23-25 km

Dagur 3.       Sóleyjarhöfði – Fjórðungssandur   12-15 km

Dagur 4.       Fjórðungssandur – Klakksskáli   18-20 km

Dagur 5.       Klakksskáli – Leppistungur   15 km

Dagur 6.       Leppistungur – Hvítárbrú   20 km

Dagur 7.       Hvítárbrú – Skálpanes   10 km 

Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Hákon Gunnarsson

Verð 88.000 kr.

Nr.

2207L10
  • Miðhálendi