Ævintýri við Strút

Dags:

fös. 22. júl. 2022 - þri. 26. júl. 2022

Brottför:

Auglýst síðar.

  • Skáli

Bækistöðvarferð fyrir krakka, mömmur, ömmur, pabba, afa, frænkur og frændur. Hálendið í kringum Strútsskála verður kannað, farið í Strútslaug, ætt upp og niður fjöll, stiklað yfir ár og leitað að hellisskútum. Gil og krókar í nágrenni skálans verða skoðuð hátt og lágt. Farið verður í ratleik, föndrað og poppað við varðeld. Það verður glens og gaman. Síðasta kvöldið verður sameiginlegur matur.

Börn undir 18 ára aldri fá 50% afslátt, frítt fyrir 6 ára og yngri.

Verð 65.000 kr.

Nr.

2207L11
  • Miðhálendi