Þvers og kruss um Hengilinn 1: Háhryggur – Heiðarbær

Dags:

lau. 24. sep. 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

RAÐGÖNGUR AÐ HAUSTI : Í haust munum við kanna Hengilssvæðið í þaula. Ganga nokkrar leiðir á Vörðuskeggja og kanna líka leiðir í kringum fjallið. l 

Athugið röðun ferða kann að breytast þannig að farnar séu leiðir yfir Vörðuskeggja í góðu skyggni.

Á Háhrygg eru gígar sem gusu í Nesjaeldum fyrir um 1900 árum síðan. Á þessari göngu er skemmtilegt útsýni yfir Þingvallavatn og nágrenni ofan af Hæðum sem er dyngja frá hlýskeiði fyrir um 115 þúsund árum. Gangan hefst við vatnstankana á Háhrygg og er gengið eftir hryggnum en síðan sveigt yfir í Sporhelludal. Að því búnu er gengið vestan við Hátind og Jórutind, upp á Lönguhlíð og upp á Hæðir. Þaðan er gengið niður að Svínahlíð þar sem vel ætti að sjá yfir Þingvallavatn. Að lokum er gengið að Heiðarbæ og gangan endar við gamla Þingvallaveginn.

Vegalengd 15 km. Hækkun 200 m. Göngutími 6 klst.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2209D04