Rauðufossafjöll

Dags:

lau. 13. ágú. 2022

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Rauðufossafjöll eru fjallaklasi úr líparíti austur af Heklu. Þau samanstanda af fjórum megin hnúkum. Gengið á syðsta hnúkinn af veginum rétt vestur af Biksléttu. Haldið upp nokkuð bratta og lausa skriðu, síðan eftir hrygg að tindinum. Farið niður norðvestur af honum og gengið meðfram fjallinu til baka.

Vegalengd 6-7 km. Hækkun 400 m. Göngutími 4-5 klst.

Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 9.800 kr.

Nr.

2208D02