Dalakofinn

Dags:

fös. 22. jan. 2021 - sun. 24. jan. 2021

Brottför:

kl. 17:00 frá Olís við Rauðavatn.

  • Skáli

Dalakofinn er einstaklega vel staðsettur norðan við Laufafell. Fyrir jeppaáhugamenn er umhverfið einkar spennandi með fjölmörgum leiðum og áskorunum. Hvað verður gert fer eftir veðri og vindum. Laugardagurinn gæti verið lagður undir ferð í átt að Álftavatni, Hvanngili og Strút, og á sunnudeginum gæti verið gaman að taka umhverfi Krakatinds föstum tökum. Athugað verður hvort hægt sé að fara í heita laug við Dalakofann.
Farastjóri: Gylfi Arnbjörnsson

Verð 18.000 kr.

Nr.

2101J02
  • Miðhálendi