Heim úr kaupstað 2: Leggjabrjótur upp úr Brynjudal

Dags:

sun. 22. sep. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

ATH. breytt dagetning, ferðin er á sunnudag, 22. sept.

Gengið inn hinn skógi vaxna og giljum prýdda Brynjudal upp á Hrísháls og að Djúpadalsborgum. Þaðan verður gengið inn á hina hefðbundnu leið yfir Leggjabrjót og síðan að Skógarhólum. Vegalengd 17 km. Hækkun 450 m. Göngutími 7-8 klst.

Fararstjóri er Páll Arnarson.

Verð til félagsmanna kr. 6.000.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Nánari upplýsingar um raðgönguna.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1909D02