Snæfellsjökull

Dags:

lau. 6. júl. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli og ganga á jökulinn í góðu veðri er með því skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur! Lagt verður upp frá Jökulhálsi og stefnt á Þríhyrning og þaðan upp á Þúfur. Þegar upp er komið verður látið á það reyna hvort færi er á uppgöngu á hæsta tindinn, Miðþúfu, en þar ræður mestu um hversu gljúpur snjórinn er. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 800-900 m. Göngutími 5-7 klst. Athugið að skrá þarf þátttöku í þessa ferð á skrifstofu Útivistar. Þátttakendur þurfa að hafa jöklabúnað meðferðis, en hann er hægt leigja hjá Útivist.

Ath. ferðin fellur niður vegna ónógrar bókunar.

Fararstjóri er Stefán Þ. Birgisson.

Lesa má gátlista í almennar dagsferðir. Að auki þarf belti, jöklabrodda og ísexi í jöklaferðir.

Athugið að frímiði gildir ekki í jöklaferðir.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður. Þeim sem ekki eru félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þeir þá félagsskírteini og eina létta dagsferð í kaupbæti.

Verð 15.000 kr.

Nr.

1907D01