Útivistarlífið - haust 2019

Dags:

fim. 8. ágú. 2019 - lau. 26. okt. 2019

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

 Útivistarlífið 2019


Fullbókað er í Útivistarlífið 2019.  Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda línu á utivist@utivist.is.

Útivistarlífið er nýr dagskrárliður hjá Ferðafélaginu Útivist og hefur göngu sína þann 8. ágúst 2019.  Útivistarlífið býður byrjendum sem og lengra komnum að taka þátt í fjölda ferða þar sem fólk blandar saman hefðbundnum kvöld- og dagsferðum við þrekæfingar og aðrar útivistargreinar að eigin vali. 

Þátttakendur taka þátt í tíu viðburðum, þ.e. þremur kvöldferðum, þremur dagsferðum og þremur þrekæfingum útivið auk fræðslukvölds.  Að auki geta þátttakendur valið um tvær valgreinar en til boða stendur að velja sjósund, utanvegahlaup, náttúruyoga og ferðahjólreiðar.  Hér er lykilsetningin "Viltu prufa?" því valgreinarnar eru miðaðar að byrjendum sem langar að prufa fjölbreyttar gerðir útivistar.  Það þarf því ekki að flokkast til afreksfólks í hjólreiðum, sjósundi eða utanvegahlaupum til að taka þátt þó allir séu að sjálfsögðu velkomnir.  Nýgræðingar og byrjendur eru velkomnir og fá leiðsögn við að taka fyrstu skrefin í sportinu.  Heildarfjöldi viðburða er því á bilinu 16-20 eftir því hvaða greinar eru valdar. Rétt er að taka fram að starf Útivistarlífsins skarast ekki á við starf Fjallfara. 

Kjarnagreinar

Kjarnagreinar Útivistarlífsins eru þrjár, þ.e. dagsferðir, kvöldferðir og þrekæfingar útivið auk fræðslukvölds.  Ákefð og erfiðleikastig þrekæfinga er þátttakendum í sjálfsvald sett en þær eru settar upp á þann hátt að flestir geta notið góðs af þeim, óháð formi.  Allir þátttakendur í Útivistarlífinu taka þátt í kjarnagreinunum og geta svo valið sér tvær valgreinar að auki.  Fararstjórar í kjarnagreinum eru Auður Jóhannsdóttir, Jóhanna Fríða Dalkvist og Guðmundur Örn Sverrisson.

Dags. Heiti Áætluð hækkun Áætluð vegalengd Tegund ferðar Gráðun
08.08.2019 Kynningar- og undirbúningsfundur - - Fundur -
12.08.2019 Lambafell, Eldborg og nágrenni 1-200m 5,5-6,5km Kvöldferð 1 skór
26.08.2019 Þrek og styrkur - - Þrekæfing -
31.08.2019 Fagradalsfjall 400-500m 14km Dagsferð 2 skór
09.09.2019 Selfjall 220m 5,5km Kvöldferð 1 skór
16.09.2019 Fræðslukvöld - - Fundur -
23.09.2019 Þrekæfing - - Þrekæfing -
28.09.2019 Svínaskarð 450-500m 14km Dagsferð 2 skór
07.10.2019 Einbúi 250m 7km Kvöldferð 1 skór
21.10.2019 Þrekæfing - - Þrekæfing -
26.10.2019 Sveifluháls-lokaferð 300m 16km Dagsferð 2 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

 

Valgreinar

Þátttakendur geta valið um tvær greinar af fimm.  Allar greinar Útivistarlífsins eru ætlaðar byrjendum og fá þátttakendur stuðning fararstjóra við að fóta sig í nýjum greinum.  Athugið að ekki þarf að tilgreina val við skráningu í Útivistarlífið.

Gönguþrenna:

Valgreinin gönguþrenna inniheldur tvær kvöldferðir og eina dagsferð undir leiðsögn Guðmundar Arnar Sverrissonar sem hefur sérvalið þessar gönguleiðir fyrir þátttakendur.  Gönguþrennan hentar þeim sem vilja bæta fleiri göngum við kjarnagreinar og feta nýjar slóðir í góðum félagsskap.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
04.09.2019 Mígandagróf Kvöldferð 1 skór
02.10.2019 Grímannsfell Kvöldferð 1 skór
19.10.2019 Dyngjan, Sogin, vötnin Dagsferð 2 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

 

Sjósund:

Valgreinin sjósund inniheldur fimm sjósundsferðir undir leiðsögn Jóhönnu Fríðu Dalkvist sem stundað hefur sjósund í rúman áratug og hefur reynslu af því að aðstoða byrjendur í sportinu.  Þátttakendur þurfa að vera syndir en ekki er gerð krafa um að fólk hafi stundað sjóböð.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Gráðun
22.08.2019 Nauthólsvík 1 skór
05.09.2019 Akranes/Kjalarnes  1 skór
19.09.2019 Akranes/Kjalarnes  1 skór
03.10.2019 Nauthólsvík 1 skór
17.10.2019 Nauthólsvík

1 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

 

Ferðahjólreiðar:

Valgreinin ferðahjólreiðar inniheldur þrjár hjólaferðir - tvær kvöldferðir og eina dagsferð.  Í ferðunum njóta þátttakendur leiðsagnar Auðar Jóhannsdóttur sem hefur víðtæka reynslu af ferðahjólreiðum hérlendis og erlendis.  Flestar gerðir reiðhjóla henta í ferðirnar að "racer" götuhjólum undanskildum.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
19.08.2019 Vífilsstaðahlíð-Búrfellsgjá Kvöldferð 1 hjól
14.09.2019 Skorradalur Dagsferð  2 hjól
14.10.2019 Reynisvatnsheiði Kvöldferð  1 hjól 

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

 

Utanvegahlaup:

Valgreinin utanvegahlaup inniheldur fimm kvöldferðir.  Í ferðunum njóta þátttakendur leiðsagnar Guðmundar Arnar Sverrissonar og Hreiðars Júlíussonar.  Guðmundur er áhugamaður um utanvegahlaup og Hreiðar er hlaupari og hlaupaþjálfari og þjálfar m.a. Skokkhóp Hauka.  Dagskráin er fyrir byrjendur en gott er að fólk sé í stakk búið að skokka amk. 3-5 kílómetra til að byrja með.  Áhersla verður lögð á upphitun, teygjur og endurheimt auk fræðslu fyrir byrjendur.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Gráðun
15.08.2019 Kaldársel 1 skór
29.08.2019 Hvaleyrarvatn 1 skór
12.09.2019 Rauðavatn 1 skór
26.09.2019 Sýlingafell 1 skór
10.10.2019 Heiðmörk 1 skór

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

 

Náttúruyoga:

Valgreinin náttúruyoga inniheldur þrjár ferðir - tvær kvöldferðir og eina dagsferð.  Í ferðunum njóta þátttakendur leiðsagnar Hrannar Baldursdóttur yogakennara og leiðsögumanns.

Ferðirnar eru á dagskrá sem hér segir:

Dags. Heiti Tegund ferðar Gráðun
02.09.2019 Blikdalur Kvöldferð 1 skór
30.09.2019  Hafravatn-Borgarvatn  Kvöldferð  1 skór 
05.10.2019  Fjallið eina  Dagsferð  2 skór 

Athugið að dagskrá getur breyst með stuttum fyrirvara m.t.t. veðurs eða utanaðkomandi þátta.

Birt með fyrirvara um prent- og innsláttarvillur.

Verð 29.900 kr.
Verð 29.900 kr.

Nr.

1900UVL