Dags:
þri. 1. apr. 2025 - þri. 27. maí 2025
Brottför:
Kl. 18:00 á þriðjudögum
Hefur þig alltaf langað til að geta gengið á fjöll og/eða taka þátt í lengri göngum en ekki látið verða af því? Þá er Útivistargírinn fyrir þig! Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og fjallgöngum með Útivistargírnum þar sem saman koma nýliðar og reynsluboltar í útivistinni.
Dagskrá Útivistargírsins vorið 2025 hefst 1. apríl og stendur til og með 27. maí. Göngurnar eru kvöldgöngur og henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti sem og nýliðum í
útivist og hvetjum við einnig þá sem vanari eru göngum að taka þátt með okkur. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og er tekið mið af veðri og færð hverju sinni.
Göngurnar taka 2–4 klukkustundir og koma þátttakendur sér á staðinn á einkabílum nema annað sé tekið fram.
Þátttaka í göngunum er félagsmönnum og öðrum að kostnaðarlausu en æskilegt er að skrá þátttöku í hverja göngu fyrir sig í viðburði á Facebook. Við hvetjum ykkur til að taka vini og vandamenn með í göngurnar.
Göngurnar verða á þriðjudögum kl. 18:00
Dagskrá
Urriðaholt og Urriðavatn
|
1. apríl
|
Gálgahraun
|
8. apríl
|
Hellisskógur á Selfossi
|
15. apríl
|
Vatnsleysuströnd - draugaganga
|
22. apríl
|
Leirvogsá upp að skála
|
29. apríl
|
Snorrastaðatjarnir
|
6. maí
|
Hringur i kringum Helgafell
|
13. maí
|
Sporhelladalir - Nesjav
|
20. maí
|
Tröllafoss
|
27. maí
|