Útivistargírinn vor 2023

Dags:

þri. 11. apr. 2023 - þri. 30. maí 2023

Brottför:

Kl. 18:00

Hefur þig alltaf langað til að geta gengið á fjöll og/eða taka þátt í lengri göngum en ekki látið verða af því? Þá er Útivistargírinn fyrir þig! Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og fjallgöngum með Útivistargírnum þar sem saman koma nýliðar og reynsluboltar í útivistinni.

Dagskrá Útivistargírsins vorið 2023 hefst 11. apríl og stendur til 30. maí. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist jafnt sem vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í kvöldgöngum er farið yfir grunnatriði í útivist og gönguferðum og fjölbreytt starfsemi Útivistar kynnt þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og er tekið mið af veðri og færð hverju sinni.

Göngurnar taka 2–4 klukkustundir og koma þátttakendur sér á staðinn á einkabílum.

Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en æskilegt er að skrá þátttöku í hverja göngu fyrir sig í viðburði á Facebook. Kynntu þér Útivistargírinn á utivist.is, þar má finna dagskrá ásamt upplýsingum um skráningu.

Gerast félagsmaður

Þegar þið eruð búin að gerast félagsmenn er nóg að sækja um aðgang í Facebook hóp Útivistargírsins;
https://www.facebook.com/groups/1155197585167994 

Dagskrá vor 2023:

Dags. Gönguleið
11.apr Helgufoss
18.apr Staðarborg Vatnsleysuströnd
25.apr Jósefsdalur
2.maí Haukafjöll og Tröllafoss
9.maí Gunnuhver Reykjanesviti
16.maí Lambafellsgjá / Sogin
23.maí Arnarfell og Bæjarfell
30.maí Þríhnúkar Bláfjöll

Nr.