Stakkar og skór 2020 - skráning

Dags:

lau. 18. jan. 2020 - lau. 5. des. 2020

Brottför:

Stakkar og skór er nýr, lokaður gönguhópur hjá Útivist fyrir þá sem vilja fara hærra og lengra en aðrir hópar innan Útivistar. Nafn hópsins vísar í að hér er á ferðinni fólk með reynslu og þekkingu. Hópurinn veit hvernig á að klæðast við ólíkar aðstæður og vanmetur ekki gildi þess að ferðast með góðan búnað og fer lengra og hærra en aðrir hópar innan Útivistar. Þú þarft því að vera í þokkalegu gönguformi og kunna að útbúa þig fyrir lengri sem styttri göngur sumar sem vetur. Hópurinn hentar þeim sem eru fjallavanir og vilja leita á nýjar slóðir með samheldnum og hressum hópi fólks.

Dagskrá hópsins samanstendur af þrenns konar göngum; kvöldgöngum, laugardagsgöngum og svo helgarferðum:

  • Þriðjudagsgöngur: Fyrstu þrjá mánuði ársins göngum við á þriðjudagskvöldum á fjöll og fell í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Gönguferðum hópsins verður síðan fram haldið að hausti þ.e. í september, október og nóvember. Samtals  24 þriðjudagsgöngur. Fyrsti þriðjudagur í vetur er 7.1.2020 og fyrsti þriðjudagur að hausti er 8.9.2020.[i]

 

  • Laugardagsgöngur: Laugardagsgöngurnar verða níu talsins þ.e. frá janúar fram í desember en frí frá þeim í júní, júlí og ágúst. Lagt er upp með að leggja af stað ekki seinna en kl. 8:00 og verður þá sameinast í bíla og ráðgert að koma aftur í bæinn síðdegis.[ii]

 

  • Helgarferðir. Tvær helgarferðir eru á dagskránni sem þátttakendum býðst að fara í og verða þær í júní og ágúst.[iii]

 

  • Þátttaka í öðrum gönguferðum: Farnar verða nokkrar ferðir með öðrum hópum hjá Útivist, m.a. afmælisferð Útivistar í mars og á Eyjafjallajökul í vor.

 

Dagskrá laugardaga og helga má sjá hér að neðan.

18.1.2020

Ármannsfell

15.2.2020

Vatnshlíðarhorn, Hvirfill, Kistufell og Brennisteinsfjöll

21.3.2020

Keilir/Afmælisferð

25.4.2020

Ingólfsfjall

30.5.2020

Eyjafjallajökull, möguleiki verður að fara á fjallaskíðum

20.6.2020

Jónsmessuferð á Fimmvörðuháls/Helgarferð

15.8.2020

Tindfjöll/Helgarferð m.a. Haki, Saxi, Þrífjöll litla Bláfell, Vörðufell og Bláfell

19.9.2020

Esjan/Hátindur Móskarðshnúkar

10.10.2020

Botnssúlur Syðsta súla

7.11.2020

Grjótárvatn og Rauðháls

5.12.2020

Aðventuóvissuferð

 

Þátttökufjöldi er takmarkaður svo það er um að gera að skrá sig strax! Sum stéttarfélög greiða niður þátttökugjöld og önnur selja gjafabréf frá Útivist svo við hvetjum alla til þess að kanna hvað er í boði hjá sínu félagi.

Skráningargjald. Skráningargjald í hópinn er 59.990 kr. ef bókað er fyrir 15. des. 2019. Eftir það 65.000 kr. innifalið í gjaldinu eru kvöld- og laugardagsgöngur. Greitt er aukalega fyrir helgarferðir. Gert ráð fyrir að þátttakendur fari á einkabílum að upphafsstað göngu nema í ferðina á Fimmvörðuháls.

Kæri lesandi, Ef þig langar að slást í för með þessum stórskemmtilega hópi hafðu endilega samband við Útivist. Einnig er hægt að hafa samband við einn af fararstjórunum hér að neðan, en þær munu svara öllum spurningum með glöðu geði.

Fararstjórar eru:
Hönn Baldursdóttir, sími 899 8588.
Kristjana Ósk Birgisdóttir, sími 895 5086.
Eydís Sigurðardóttir, sími 698 6306.
Hanna Kristín Másdóttir, 695 0494.[i] Fyrsta og seinasta þriðjudag vetur og haust tökum við tíman á okkur upp að Steini, hefjast göngur kl 18:00 og er þeim lokið fyrir kl. 20:00 . Í kvöldgöngum hittist fólk á fyrirfram ákveðnum stað. Upplýsingar um það koma í tölvupósti og í sameiginlegum hóp á facebook.

[ii] Ef veður bíður ekki upp á göngu á laugardegi þá er ganga færð yfir á sunnudag. Ganga er aldrei færð um helgi. Ef ferð er felld niður vegna veðurs er í boði að fara í aðra ferð með Útivist. Í dagsgöngum er sameinast í bíla á leið úr bænum, farþegar deila aksturskostnaði með bílstjóra.

[iii] Jónsmessa er föstudagur - sunnudagur, en Tindfjallaferðin er frá fimmtudegi eftir vinnu til sunnudags.

Verð 59.990 kr.

Nr.

2000S01