Dags:
sun. 12. júl. 2026 - fös. 17. júl. 2026
Brottför:
Eigin bílar, hist á Mjóeyri seinni partinn 12/7
Fjölbreytt og skemmtileg ferð um hið stórkostlega og óbyggða landsvæði í kringum Gerpi. Hér er blandað saman göngum og siglingu, stórkostlegri náttúru og merkilegri sögu eyðibyggðanna. Þáttakendur koma sér sjálfir austur en svo gist í skálum allar nætur og allt innifalið, allur matur í ferðinni, kokkur, trúss, leiðsögn og svefnpokagisting alla dagana. Morgunmatur heimferðardaginn ekki innifalinn.
Fararstjóri verður Sævar Guðjónsson svæðisleiðsögumaður sem þekkir hverja þúfu og lækjarsprænu á svæðinu ásamt sögu þess og sérkenjum.
1. dagur. 12júlí.
Mæting á Mjóeyri við Eskifjörð. Farið með bíla að Karlsskála við utanverðan Reyðarfjörð þar sem gönguferðin endar.(c.a 45mín fram og til baka)
2. dagur. 13.júlí.
Farið á einkabílum að Grænanesi í Norðfirði og gengið þaðan yfir Götuhjalla, fyrir Hellisfjörð til Viðfjarðar.17-18km.
Trússarar flytja farangur frá Mjóeyri til Viðfjarðar.
Gist í svefnpokaplássi í Viðfjarðarhúsinu.
3.dagur. 14.júlí
Farið með bát frá Viðfirði út á Barðsnes og tekið land þar.
Gengið frá Barðsnesi og þaðan út á Barðsneshorn. Steingervingar í fjörunni á sunnanverðu nesinu skoðaðir Rauðubjörg og fl. c.a 15 km dagur
Báturinn tekinn til baka frá Barðsnesi inn í Viðfjörð.(Garpar geta gengið/hlaupið í Viðfj. 7km)
Gist í Viðfirði.
4.dagur. 15.júlí.
Gengið frá Viðfirði um Nónskarð,Sandvík og Gerpisskarð til Vöðlavíkur. 20 km. Þessi leið er nokkuð brött og klettótt og hentar ekki þeim sem eru verulega lofthræddir. Þeir gætu farið varaleiðina. (Til vara ef aðstæður krefjast yrði gengið um Dysjarskarð til Vöðlavíkur 12 km.)
Farangur fluttur frá Viðfirði með jeppum til Vöðlavíkur.
Gist í skála Ferðafélags fjarðamanna að Karlsstöðum í Vöðlavík.
5.dagur. 16.júlí.
Gengið frá Vöðlavík fyrir Krossanes og að Karlsskála. Hægt að ganga að flaki Henkel 111 þýskrar flugvélar sem er sunnan í Sauðatindi.17-18km.
Ekið frá Karlskála til Eskifjarðar.
Veisla og lokakvöldvaka á Randulffs-sjóhúsi Eskifirði.
Svefnpokagisting á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyri. Aðgangur að sturtum,sauna og heita pottinum.
6.dagur. 17.júlí
Heimferð. Einnig er hægt að bæta við göngudögum á Austurlandi og geta leiðsögumenn ráðlagt göngugörpum um skemmtilegar leiðir.
Lágmarksfjöldi í ferðina er 12 manns.
Innifalið í verði: Allur matur í ferðinni, kokkur, trúss, leiðsögn og svefnpokagisting alla dagana. Bátsferð með fólk til og frá Barðsnesi. Morgunmatur heimferðardaginn ekki innifalinn.