Laugavegurinn

Dags:

fös. 28. júl. 2023 - þri. 1. ágú. 2023

Brottför:

kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli

Hér er klassísk Laugavegsferð þar sem leiðin er gengin í fjórum þægilegum áföngum.

Ekið í Landmannalaugar að morgni dags og samdægurs gengið sem leið liggur í Hrafntinnusker þar sem gist er fyrstu nóttina. Úr Hrafntinnuskeri er haldið suður eftir sléttum vestan Reykjafjalla og um Jökultungur í Hvanngil.

Úr Hvanngili er gengið um slétta sanda, með Mýrdalsjökul á vinstri hönd, í Emstrur þar sem gist er í Botnaskála. Frá Emstrum liggur leiðin yfir Syðri-Emstruá á göngubrú í fallegu gili og áfram sem leið liggur um Almenninga í Þórsmörk.

Í Básum á Goðalandi bíður göngumanna grillveisla í einstöku umhverfi, en þar er gist í notalegum skála. Seinasta daginn er farið í stutta göngu um nágrenni Bása áður en haldið er heim.

Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála, allar skálagistingar og grillveisla á laugardagskvöldið.

Fararstjóri er Kristjana Birgisdóttir

Verð 114.000 kr.

Nr.

2307L15