Bækistöðvaferð í Bása 60+

Dags:

mið. 19. júl. 2023 - fös. 21. júl. 2023

Brottför:

kl. 10:00 frá Mjódd

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Eftir vel heppnaða þriggja daga bækistöðvaferð í Bása síðast liðið sumar verður leikurinn endurtekinn.

Stundum er talað um að hjarta Ferðafélagsins Útivistar slái í Básum á Goðalandi, en þar eiga jafnt yngri sem eldri Útivistarfélagar margar góðar minningar. Þessi ferð er tilvalin fyrir eldri félaga sem vilja endurupplifa góðar minningar, sem og nýja félaga á virðulegum aldri sem langar að kynnast þessari paradís undir leiðsögn kunnugra.

Lagt verður af stað frá Mjódd kl. 10:00 á miðvikudegi og ekið í Bása. Eftir að hafa komið sér fyrir í skála er farið í tveggja tíma göngu í nágrenni skálans, gengin Básahringur með viðkomu í Fjósafuð.

Daginn eftir verður boðið uppá göngur við allra hæfi. Hvert ferðinni verður heitið kemur í ljós síðar. Haldið af stað kl. 11 í um það bil fjögurra tíma göngu. Einnig verður farin léttari ganga í nágrenni Bása fyrir þá sem það vilja. Þeir sem ekki hafa áhuga á gönguferð geta haldið kyrru fyrir í Básum og notið kyrrðarinnar. Varðeldur með söng og dansi um kvöldið.

Heimfarardag verður lagt af stað kl. 11:00. Stoppað verður á leiðinni og tekin um tveggja tíma gönguferð á einhverjum af þeim náttúruperlum sem þar eru.

Fararstjórar: Guðrún Frímannsdóttir, Sverrir Andresson og Steinar Frímannsson

Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, heit sturta og tvær skálagistingar auk sameiginlegra kvöldmáltíða bæði kvöldin

Verð 44.000 kr.

Nr.

2307L10