Sveinstindur - Skælingar

Dags:

fim. 6. júl. 2023 - sun. 9. júl. 2023

Brottför:

kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Skáli
Þessi viðburður er liðinn.

Ath!! Fullbókað er í þessa ferð - Fleiri ferðir eru í boði dagana 25.-28. júlí sjá hér og 6.-9. ágúst sjá hér.

Beljandi jökulá, viðkvæmar mosabreiður, eldfjallajarðvegur og stórbrotnar hraunmyndanir eru það sem einkenna þessa sérstöku gönguleið. Gangan hefst við eitt fegursta fjallavatn landsins, Langasjó. Þar er gengið á Sveinstind, en í góðu skyggni er þar útsýni yfir sunnanvert hálendið og um breiður Vatnajökuls. Gist í Sveinstindsskála sunnan við fjallið. Þaðan er haldið niður með Skaftá í Skælinga þar sem einstakar hraunmyndanir setja svip á umhverfið. Frá Skælingum er gengið á Gjátind og niður í Eldgjá. Gangan endar í Hólaskjóli þar sem gist er síðustu nóttina.

Innifalið í verði er fararstjórn, rútuferðir, flutningur á farangri milli skála og allar skálagisting.

Fararstjóri er Páll Arnarsson

Ferðalýsing og gátlisti

Verð 81.000 kr.

Nr.

2307L01