Langleiðin 3: Fjallið eina - Reykjanestá

Dags:

fös. 9. jún. 2023 - sun. 11. jún. 2023

Brottför:

kl. 8:00 frá Mjódd.

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Í þriðja og síðasta áfanga Langleiðarinnar er farangur trússaður og gist í tjöldum. Frá Krýsuvíkurvegi er haldið eftir stikuðum leiðum að Djúpavatni og þaðan að Núpshlíð. Aftur er tekið mið af náttúrunni við endanlegt leiðaval þegar nær dregur. Frá Núpshlíð er stefnan tekin fram hjá gosstöðvunum að Þorbirni og meðfram Eldvörpum. Að lokum endar gangan á Reykjanestá þar sem göngugörpum verður fagnað enda sumir að ljúka því að krossa yfir landið og aðrir að þvera landið frá norð-austri til suð-vesturs.

Fararstjórar eru Hrönn Baldursdóttir og Hákon Gunnarsson.

Innifalið í verði er rútuferðir, trúss alla dagana og fararstjórn.

Ferð 1: 1.-2.apríl

dags.

km.

Meyjarsæti - Hrauntún - Rauðukusunes

1.apr

14

Rauðukusunes - Jórugil

2.apr

15

Ferð 2: 12.-14.maí

 

 

Jórugil - Dyradalur - Engidalur

12.maí

14

Engidalur - Bláfjallaskáli

13.maí

26

Bláfjallaskáli - Undirhlíðar - Fjallið eina

14.maí

20

Ferð 3: 9.-11.júní

 

 

Fjallið eina - Djúpavatn - Núpshlíð

9.jún

20

Núpshlíð - Þorbjörn

10.jún

17

Þorbjörn - Reykjanestá

11.jún

20

Verð 36.000 kr.

Nr.

2306L01