Jökulsárgljúfur

Dags:

fös. 3. júl. 2020 - mán. 6. júl. 2020

Brottför:

auglýst síðar.

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Jökulsárgljúfur eru á norðausturlandi í norður Þingeyjarsýslu. Eftir þeim rennur Jökulsá á Fjöllum og fjörðurinn sem hún rennur í er Öxarfjörður. Vestan árinnar ber undirlendið frá botni til sjávar nafnið Kelduhverfi. Þar er Dettifoss einn hrikalegasti foss Íslalnds.

Gengið verður niður hin stórbrotnu gljúfur frá Dettifossi í Ásbyrgi um Hljóðakletta, Forvoð og Hólmatungur.

Á fyrsta degi verður hist í Ásbyrgi og þaðan verður ekið með rútu að Dettifossi þar sem gangan hefst. Gengið í Hólmatungur.

Annan daginn liggur leiðin frá Hólmatungum í Vesturdal.

Loks er gengið frá Vesturdal í Ásbyrgi.

Þetta er trússuð ferð en gist verður í  tjöldum á leiðinni og verða menn því að hafa með sér tjald til þess að gista í.

Verð 48.000 kr.

Nr.

2007L04
  • Norðausturland