Gamlar þjóðleiðir 4: Síldarmannagötur

Dags:

lau. 27. apr. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Þessi gamla þjóðleið milli Hvalfjarðar og Skorradals hefst innarlega við norðanverðan Botnsvog.  Farið framhjá heiðarvötnum og fossum. Gamlar vörður sem varða leiðina hafa verið endurreistar. Mjög fallegt útsýni er yfir Skorradal af brúninni ofan Vatnshorns þar sem farið verður niður. Vegalengd 16 km. Hækkun 400 m. Göngutími 6 klst.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Nánari upplýsingar um raðgönguna.

Fararstjóri er Guðmundur Örn Sverrisson

Verð 6.000 kr.

Nr.

1904D06