Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur Jeppaferð

Dags:

fös. 6. nóv. 2026 - sun. 8. nóv. 2026

Brottför:

kl. 18:00 frá Landvegamótum

  • Skáli

Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

Ferðin hefst á Landvegamótum,  upp Landssveit inn á Dómadalsleið að Landmannalaugum þar sem gist verður og laugað. Þaðan verður farið um Fjallabaksleið nyrðri, inn á Mælifellssandi og sem leið liggur Strútsskála þar sem gist verður á laugardagskvöldið. Tekin verðu staðan á Strútslaug og umhverfi, og tánum stungið í bað ef aðstæður eru hagstæðar.  Á sunnudeginum verður farið vestur Mælifellssand og niður í Fljótshlið eða um Álftavatn, Rangárbotna að Keldum.
Fararstjóri: Þorsteinn Pálsson

Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Bílnúmer
Gerð bíls
Litur bíls
Dekkjastærð
Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Að viðkomandi sé farþegi
Bílnúmer

Verð 40.000 kr.
Félagsverð 29.000 kr.

Nr.

2611J01