Bárðargata jeppaferð

Dags:

lau. 3. okt. 2026 - sun. 4. okt. 2026

Brottför:

kl. 09:00 frá Hrauneyjum.

  • Skáli

Bárðargata

Hér er um styttri og hefðbundna útgáfu af þessari skemmtilegu jeppaleið. Farið verður að morgni laugardags í Hrauneyjar þar sem fyllt verður á tankanna. Þaðan verður haldið norður Sprengisandsleið og að Svarthöfða við norðurenda Hágöngulóns. Gist verður í nýrri skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum þar sem hópurinn sameinast Vonarskarðshópnum. Á sunnudeginum verður skoðað að aka með Langasjó eða um Breiðbak, með möguleika á viðkomu við Faxasund, Faxafit eða Skælinga á heimleið.
Fararstjóri: Þórarinn Eyfjörð

Við skráningu þegar ökumaður skráir sig þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Bílnúmer
Gerð bíls
Litur bíls
Dekkjastærð
Áætlaður fjöldi í bíl, ökumaður talinn með. ATH! Það þarf alltaf að bóka farþega til að taka frá plássið.

Við skráningu farþega þarf eftirfarandi að koma fram í athugasemdum:
Að viðkomandi sé farþegi
Bílnúmer

Verð 35.000 kr.
Félagsverð 24.000 kr.

Nr.

2610J02