Dags:
lau. 18. mar. 2023 - sun. 19. mar. 2023
Brottför:
kl. 08:00 frá Olís við Rauðavatn.
Þessi viðburður er liðinn.
Farið verður frá Reykjavík að morgni laugardags og ferðinni heitið á Kjöl. Á Kjalvegi verður afleggjarinn til austurs í átt að Kerlingafjöllum ekinn og stefnan tekin á Gýgjarfoss. Í fjöllunum verður síðan áð og notið. Að kaffisopa loknum liggur leiðin til austurs fyrir norðan Snækoll og Loðmund, yfir Illahraun í átt að Setri, þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudagsmorgni liggur leiðin síðan í suðurátt undir Þverbrekkum í átt að Kisubotnum. Eftir að hafa átt við vöðin á Kisu höldum við upp á suðursvæði Kerlingafjalla með viðkomu í Klakk og Kerlingagljúfri. Leppistungurnar verða eknar og áð í Svínárnesi. Suður Hrunamannaafrétt verður haldið og á leið okkar verður Gullfoss í vesturátt. Leiðin liggur síðan heimleiðis gegnum Flúðir.
ATH. 38" dekk þarf í þessa ferð.
Farastjóri: Þórarinn Eyfjörð
- Fundur með þátttakendum verður haldinn í aðdraganda ferðar þar sem m.a. er farið yfir búnað bíla, almennan búnað, umgengni í skálum o.fl. Fundartími auglýstur síðar.
- Nauðsynlegt er að vera með VHF rás Útivistar í öllum bílum.
- Allir forráðamenn bíla verða að vera félagsmenn í Útivist.
- Innifalið í verði er fararstjórn og skálagistingar.