Hjólað í Bása, helgarferð. AFLÝST

Dags:

fös. 22. maí 2020 - sun. 24. maí 2020

Brottför:

frá Olís í Norðlingaholti kl. 21:30

Þessi viðburður er liðinn.

Hjólaferðinni í Bása er aflýst. Tilkynning um ferð þessa helgi verður sett inn síðar.

Þátttakendur hittast við Olís í Norðlingaholti og sameinast þar í bíla og aka að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna. Þar hefst hjólaferðin og hjólað verður sem leið liggur inn í Bása. Þegar komið er í Bása verður sameiginlegt grill um kvöldið. Gist verður í skála eða tjöldum.

Vegalengd 26 km hvor leið og áætlaður hjólatími 5-6 klst. Farangur verður fluttur milli staða í bíl sem fylgir hópnum. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Greiða þarf fyrir gistingu í skála en tjaldstæði er frítt fyrir félagsmenn Útivistar. Grill og trúss greiðist sér. Skráningu lýkur 5 dögum fyrir brottför. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn. Aldurstakmark 16 ár

Nr.

2005R02