Hjólaferðir

Síun
 • Dags:

  fös. 14. ágú. 2020 - sun. 16. ágú. 2020

  Brottför:

  Þátttakendur hittast við Toppstöðina í Elliðaárdal þar sem sameinast verður í bíla og ekið að Landeyjarhöfn. Ferjan tekin yfir til Vestmannaeyja. Hjólað að tjaldstæðinu í Eyjum þar sem gist verður í tvær nætur. Á laugardeginum verður hjólað um eyjuna. Farið til baka á sunnudeginum. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn Útivistar en þeir sem þiggja far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2008R01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. ágú. 2020

  Brottför:

  Þátttakendur hittast við Toppstöðina í Elliðaárdal og aka á Eyrarbakka þar sem ferðin hefst. Hjólað verður frá Eyrarbakka eftir hjólastíg að Stokkseyri og áfram að Knarrarósvita. Síðan haldið áfram að Gaulverjabæ og inn á Votmúlaveg. Farið um Eyrarbakkaveg til baka. Vegalengd um 40 km. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn Útivistar en þeir sem þiggja far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Aldurstakmark 16 ár. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2008R02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. sep. 2020 - sun. 13. sep. 2020

  Brottför:

  Þátttakendur hittast við Olís í Norðlingaholti. Þaðan verður ekið að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna þar sem ferðin hefst. Hjólað sem leið liggur inn í Bása þar sem hópurinn sameinast öðrum Útivistarfélögum í ,,grill og gaman“ferðinni.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2009R01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. sep. 2020

  Brottför:

  Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal og ekið þaðan að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Hjólað frá þjónustumiðstöðinni réttsælis meðfram Þingvallavatni og niður með Úlfljótsvatni.

  Vegalengd um 60 km, áætlaður hjólatími 6-7 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn Útivistar en þeir sem þiggja far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Aldurstakmark 16 ár. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2009R02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. okt. 2020

  Brottför:

  Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal þar sem sameinast verður í bíla. Ekið að Bláa Lóninu þar sem ferðin hefst. Hjólað um Eldvörp að Reykjanesvita. Komið við í Höfnum og þaðan hjólað aftur í Bláa Lónið.

  Vegalengd 50 km, áætlaður hjólatími 6-7 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald fyrir félagsmenn Útivistar en þeir sem þiggja fara með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Aldurstakmark 16 ár.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2010R01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. okt. 2020

  Brottför:

  Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Hjólað með Vesturlandsvegi upp að Úlfarsfelli og veginum fylgt niður í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Hjólað gegnum Skammadal niður í Mosfellsdal og þaðan niður í Leirárhverfi og til baka að Toppstöðinni.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2010R02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. nóv. 2020

  Brottför:

  Hjólað um stíga og skuggasund Vesturbæjar.

  Vegalengd um 20 km og áætlaður hjólatími 2 klst. Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Aldurstakmark 16 ár. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2011R01
  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. nóv. 2020

  Brottför:

  Hjólað með Vesturlandsvegi upp í Grafarholt, síðan með hlíðum Úlfarsfells og inn á Hafravatnsveg. Hjólað upp á Hólmsheiðarveg og inn í Heiðmörk. Vegalengd 40 km, áætlaður hjólatími 4-5 klst. Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Aldurstakmark 16 ár.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2011R02
  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. des. 2020

  Brottför:

  Hjólað um miðbæinn og kíkt á jólamarkaðinn á Ingólfstorgi og fleira. Vegalengd 20 km, áætlaður hjólatími 2 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Aldurstakmark 16 ár. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   2012R01
  • ICS


1 / 19

Skælingar