Áramótaferð í Bása

Dags:

fim. 29. des. 2022 - sun. 1. jan. 2023

Brottför:

kl. 9:00 frá Mjódd.

  • Skáli

Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna nýju í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu. Allt góðum félagsskap manna, álfa og trölla eins og vera ber um áramót.

Verð 37.000 kr.

Nr.

2212H01