Dags:
sun. 21. sep. 2025
Brottför:
Fjöruferð í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag:
Nú er komið að því að kynnast undrum fjörunnar.
Við ætlum að hittast úti á Gróttu (Staðsetning hér) kl 10:30 sunnudaginn 21. september.
Hermann Dreki Guls frá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum verður með í för og leiðir okkur í allan sannleika um fjörulífið. Hann verður á staðnum til kl 13:30
Frítt er í ferðina og allir velkomnir. Vinsamlega skráíð ykkur á Facebookviðburði ferðarinnar:
Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN
Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að þessi ferð er ókeypis og við hvetjum alla til að mæta.
Í fjöruferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
12.april
|
Jarðfræðiferð
|
3.maí
|
Fuglaskoðun
|
31.maí
|
Grasafræði
|
24.ágúst
|
Sveppaferð
|
20.sept
|
Undur fjörunnar
|