Dags:
sun. 24. ágú. 2025
Brottför:
Hist við Furulund í Heiðmörk kl 11
Þessi viðburður er liðinn.
Sveppaferð í samstarfi við HÍN og Sveppafélagið
Nú er sveppatíminn í hámarki. Mörg langar að prófa að tína sveppi en hafa verið rög við það. Nú er tækifæri að skreppa í sveppamó með fagmann sér við hlið.
Útivist er með sveppaferð í Heiðmörk sunnudaginn 24 ágúst. Farið er á eigin bílum og hist kl. 11 á bílastæðinu við Furulund. Nánari staðsetning er hér neðar.
Ekki er skipulögð ganga heldur dreifa þáttakendur sér um svæðið.
Jóhannes B. Urbancic Tómasson framkvæmdastjóri Sveppafélagsins verður með í för og ráðleggur um aðferðir og sveppategundir. Hann verður hjá okkur til kl 14.
Munið að vera vel útbúin til útiverunnar. Um að gera að koma með körfur undir sveppina og lítinn hníf.
Það er frítt í ferðina og allir velkomnir. Gott að fá skráningu á Facebook viðburði ferðarinnar.
Staðsetning á Google maps
Vísindapakkinn – Dagsferðir í samstarfi við HÍN
Í 50 ára starfi Útivistar hefur gjarnan verið blandað saman góðum gönguferðum og skemmtilegri fræðslu. Í tilefni afmælisins efnir Útivist í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag til skemmtilegra og fræðandi vísindaferða þar sem allir eru velkomnir. Farið er á eigin bílum á valda staði í nágrenni höfuðborgarinnar. Staðsetning er valin eftir aðstæðum og verður auglýst vel. Sérfræðingar frá HÍN verða með í för og fræða þátttakendur um undur náttúrunnar. Sumar ferðirnar eru mjög hentugar sem fjölskylduferðir og við vekjum athygli á að í þessar ferðir verður frítt fyrir börn og unglinga upp að 17 ára aldri.
Í sveppaferðinni verður staðsetning valin eftir aðstæðum til að sem mest fáist úr ferðinni. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.
|
12.april
|
Jarðfræðiferð
|
|
3.maí
|
Fuglaskoðun
|
|
31.maí
|
Grasafræði
|
|
24.ágúst
|
Sveppaferð
|
|
20.sept
|
Undur fjörunnar
|