Dags:
lau. 12. okt. 2024
Brottför:
Brottför frá Mjódd kl. 9:00
Þessi viðburður er liðinn.
FELLUR NIÐUR Raðganga umhverfis Esju 2. áfangi: Kjósarétt, Eilífsdalur
Frá Kjósarrétt liggur leiðin í vestur meðfram norðurhluta Esjunnar. Þegar kemur fyrir Möðruvallaháls opnast sýn inn Eyjadal að Móskarðshnúkum. Gengið undir hlíðum Sandsfjalli að Meðalfellsvatni sem fjöllin hafa vakað yfir í þúsund ár. Frá Grjóteyri liggur leiðin meðfram fjallsrana sem skagar í átt að vatninu og í gegnum sumarhúsabyggð að Eilífsdal. Vegalengd 16-18 km. Göngutími 6-7 tímar. Óveruleg hækkun.