Grænihryggur

Dags:

lau. 13. júl. 2024

Brottför:

Brottför frá Mjódd kl 5:00

Grænihryggur á einum degi

Í göngunni að náttúruperlunni Grænahrygg nýtur litadýrð Fjallabaks sín einkar vel. Lagt er af stað frá Kýlingavatni, sem er ekki ýkja langt frá Landmannalaugum, og haldið um Halldórsgil og Sveinsgil. Leiðin er nokkuð strembin og ganga þarf upp og niður gil og vaða en það er allt vel þess virði þegar komið er að hinum blágræna Grænahrygg. Sama leið verður farin til baka. Nauðsynlegt er að vera með góða vaðskó.

Gera má ráð fyrir 7-8 tímum í akstur.

Gönguleið 16-18 km. Hækkun 7-800 metrar. Göngutími 7-9 tímar. 

Fararstjóri er María Berglind

Verð 22.000 kr.

Nr.

2406D05